Þórður Gunnar Hafþórsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir Aftureldingar en hann kemur á frjálsri sölu frá Fylki þar sem samningur hans er útrunninn.
Þórður Gunnar er uppalinn hjá Vestra en skipti yfir í Fylki fyrir tímabilið 2020 og því verið hjá félaginu í fimm tímabil.
Hann er kantmaður. fæddur árið 2001 og lék á sínum tíma níu leiki fyrir unglingalandsliðin.
Þórður Gunnar er uppalinn hjá Vestra en skipti yfir í Fylki fyrir tímabilið 2020 og því verið hjá félaginu í fimm tímabil.
Hann er kantmaður. fæddur árið 2001 og lék á sínum tíma níu leiki fyrir unglingalandsliðin.
Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að Axel Óskar Andrésson væri búinn að semja við Aftureldingu og fyrr í þessari viku var sagt frá því að Oliver Sigurjónsson væri að ganga í raðir Aftureldingar.
Yngri bróðir Axels, Jökull, hefur einnig verið sterklega orðaður við Aftureldingu sem tryggði sér í haust sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir