Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 02. desember 2024 23:33
Elvar Geir Magnússon
Nýliðarnir að klófesta Oliver
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson er á leið til nýliða Aftureldingar samkvæmt færslu hlaðvarpsstjórnandans Kristjáns Óla Sigurðssonar á X samfélagsmiðlinum.

Oliver yfirgaf uppeldisfélag sitt Breiðablik í síðasta mánuði í leit að stærra hlutverki og er nú sagður á leið í Mosfellsbæinn.

Oliver hefur verið að líta í kringum sig og fundaði meðal annars með Fylkismönnum.

Oliver er 29 ára og á að baki 152 leiki í efstu deild. Hann lék á sínum tíma 50 leiki fyrir yngri landsliðin og á að baki tvo A-landsleiki. Hann yrði Aftureldingu mjög öflugur liðsstyrkur en liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili.

Í viðtali við Fótbolta.net í lok október sagðist Oliver ekki sáttur með spilmínúturnar en Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari.

„Ég er ekkert svakalega glaður með spilmínúturnar. Vissulega voru einhver smá meiðsli hér og þar, en svo seinni partinn þegar við förum á skrið, og Anton Ari, Höggi og Ísak taka bara yfir, þá erum við hinir finnst mér verkamenn að hjálpa þeim að klára þessa deild. Þá var ég því miður ekki í liðinu, var ekki treyst til þess að fara í liðið þegar við komumst á skrið," sagði Oliver í umræddu viðtali.


Athugasemdir
banner
banner