Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. janúar 2020 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Bikarævintýri í Frakklandi - Lið frá Réunion í 32-liða úrslitum
Payet var eitt sinn á mála hjá Saint-Pierroise. Hann fæddist í Réunion og var í unglingaliði félagsins.
Payet var eitt sinn á mála hjá Saint-Pierroise. Hann fæddist í Réunion og var í unglingaliði félagsins.
Mynd: Getty Images
Það urðu mjög óvænt úrslit í frönsku bikarkeppninni í gær þegar áhugamannaliðið Saint-Pierroise frá frönsku eyjunni Réunion komst áfram með sigri á liði úr B-deild.

Saint-Pierroise vann Niort, lið sem er í fallbaráttu í B-deild, 2-1 og tryggði sér þar með sæti í 32-liða úrslitum bikarsins. Um er að ræða fyrsta liðið frá Réunion sem kemst svona langt í franska bikarnum.

Liðið og um 100 stuðningsmenn þess þurftu að ferðast 6000 mílur (9656 kílómetra) í leikinn, en það var allt þess virði.

Dimitri Payet, núverandi leikmaður Marseille, var eitt sinn á mála hjá Saint-Pierroise, en félagið gæti mæti mögulega mætt liðum á borð við Marseille og Bordeaux í næstu umferð bikarsins.

Saint-Pierroise leikur í úrvalsdeildinni í Réunion og er þar á toppnum, en tekur samt sem áður þátt í frönsku bikarkeppninni.

Það voru fleiri óvænt úrslit í frönsku bikarkeppninni í gær þar sem Saint-Pryve Saint Hilaire úr fjórðu deild vann 1-0 sigur á úrvalsdeildarliði Toulouse.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner