Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 05. janúar 2020 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pope: Markið ekki besti parturinn heldur viðbrögð Mendy
Mynd: Getty Images
Tom Pope gerði eina mark D-deildarliðsins Port Vale í 4-1 tapi gegn Manchester City í enska bikarnum í dag.

Mark Pope vakti mikla lukku því hann hafði tíst því nokkrum mánuðum áður að ef hann myndi alltaf spila við John Stones þá gæti hann skorað 40 mörk á tímabili.

Tíst Pope vakti athygli þegar Man City og Port Vale drógust saman og sérstaklega skemmtilegt að honum hafi tekist að standa við stóru orðin.

Pope hefur verið virkur á Twitter eftir leikinn og tísti hann því fyrr í dag að besti partur dagsins hafi ekki verið markið sem hann skoraði, heldur viðbrögð Benjamin Mendy að leikslokum.

„Besti partur dagsins var ekki markið sem ég skoraði heldur viðbrögð Benjamin Mendy. Hann beið fyrir utan klefann okkar til að fá sjálfsmynd með mér til að setja í liðsspjallið hjá þeim," skrifaði Pope.

Mendy er þekktur fyrir að vera mikill grínisti og hafa leikmenn Man City verið mikið að grínast í Stones undanfarnar vikur vegna upprunalegs tísts Pope.

Sjá einnig:
Framherji Port Vale stóð við stóru orðin
Leikmönnum Port Vale boðið inn í klefa hjá Man City
Tom Pope: Myndi skora 50 mörk gegn Stones


Athugasemdir
banner
banner