Velski miðjumaðurinn Joe Allen er ekki til sölu en Michael O'Neill, knattspyrnustjóri Stoke City, tók þetta sérstaklega fram í viðtali eftir 1-0 tapið gegn Brentford í gær.
Allen er 29 ára gamall miðjumaður og kom til Stoke frá Liverpool árið 2016. Hann hefur verið lykilmaður í leik Stoke síðan og hefur staðið sig gríðarlega vel í ensku B-deildinni á þessari leiktíð.
Hann hefur verið orðaður við West Ham United og þá var hann ekki í leikmannahópnum gegn Brentford í gær en O'Neill segir að Allen sé ekki á förum.
„Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög því hann er frábær leikmaður. Við viljum ekki selja hann," sagði O'Neill.
„Hann var ekki með í gær því við vildum hvíla hann. Allen hefur spilað hverja einustu mínútusíðan hann kom inn í liðið en ég væri alls ekki til í að sjá hann fara," sagði hann í lokin.
Athugasemdir