Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 05. janúar 2021 14:20
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Arteta vilji fá Dieng til að taka stöðu Rúnars Alex
Markvörðurinn Seny Dieng hjá Queens Park Rangers í Championship-deildinni er sagður á óskalistum Arsenal og Leeds.

Þessi 26 ára leikmaður hefur verið að spila vel og gæti verið á leið í úrvalsdeildina. Crystal Palace ku einnig hafa áhuga.

The Sun segir að Mikel Arteta vilji fá Dieng til að vera varamarkvörður en nú er Rúnar Alex Rúnarsson í því hlutverki hjá félaginu.

Rúnar Alex fékk mikla gagnrýni eftir slaka frammistöðu í 4-1 tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum.

Ef Arsenal reynir við Dieng má búast við því að félagið fái harða samkeppni frá Leeds.
Athugasemdir
banner