Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. janúar 2022 21:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Chelsea gerði út um leikinn í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Chelsea 2 - 0 Tottenham
1-0 Kai Havertz ('5 )
1-1 Ben Davies ('34 , sjálfsmark)

Chelsea og Tottenham áttust við í fyrri leik liðanna í undan úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld á Stamford Bridge.

Chelsea var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham náði ekki einu skoti í átt að Kepa í marki Chelsea.

Heimamenn komust yfir strax á fimmtu mínútu en þar var að verki Kai Havertz. Marcos Alonso komst inn í slaka sendingu Japhet Tanganga í öftustu línu og hann renndi boltanum á Havertz sem skoraði.

Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Chelsea aukaspyrnu en Tanganga ætlaði að skalla fyrirgjöfina í burtu en það fór ekki betur en svo að boltinn fór í Ben Davies og í netið. 2-0 er staðan í hálfleik.

Það var meiri kraftur í gestunum í síðari hálfleik. Giovani Lo Celco og Bryan Gil komu báðir inná undir lok leiksins og bjuggu til góð tækifæri fyrir Tottenham að komast inn í leikinn en allt kom fyrir ekki.

Chelsea með góða stöðu fyrir seinni leikinn á Tottenham Hotspur Stadium þann 12. janúar.

Liverpool og Arsenal eigast við í hinni undan úrslitaviðureigninni. Fyrri leikurinn átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað til 13. janúar vegna smita í leikmannahópi Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner