Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. janúar 2022 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Tanganga vill gleyma þessum leik strax
Mynd: Getty Images
Chelsea er tveimur mörkum yfir gegn Tottenham í endurkomu Antonio Conte stjóra Tottenham á Stamford Bridge.

Þetta hefur verið algjör einstefna en Kai Havertz kom Chelsea í forystu snemma leiks. Marcos Alonso komst inn í slaka sendingu Japhet Tanganga í öftustu línu og hann renndi boltanum á Havertz sem skoraði.

Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Chelsea aukaspyrnu en Tanganga ætlaði að skalla fyrirgjöfina í burtu en það fór ekki betur en svo að boltinn fór í Ben Davies og í netið. 2-0 er staðan í hálfleik.

Tottenham hefur ekki náð einu einasta skoti að marki Chelsea í leiknum. Mörkin má sjá með því að smella hér og hér

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner