Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 13:50
Aksentije Milisic
Framtíð Mount hjá Chelsea í óvissu
Mynd: Getty Images

Framtíð miðjumannsins Mason Mount, hjá Chelsea, er í óvissu en samningsviðræður við félagið hafa ekki gengið vel.


Chelsea bauð þessum 24 ára Englendingi samning sem hann afþakkaði. Hann taldi samninginn ekki nógu góðan fyrir sig ef miðað er við hvað aðrir leikmenn liðsins eru að fá.

Mount á átján mánuði eftir af núverandi samningi en hann fær 80 þúsund pund í vikulaun. Hann er talinn vilja þrefalda launin sín.

Sagt er að samningsviðræðurnar munu hefjast að nýju fyrr eða seinna og áhugavert verður að sjá hvað gerist.

Chelsea eyddi hvorki meira né minna en 300 milljónir punda í janúar glugganum en uppaldir leikmenn eins og Mount eru enn taldnir mikilvægir leikmenn liðsins.


Athugasemdir
banner
banner