Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 14:36
Elvar Geir Magnússon
Postecoglou: 100% viss um að hann vilji vera hérna
Mathys Tel.
Mathys Tel.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, náði að sannfæra framherjann Mathys Tel um að koma til félagsins. Tel hafði hafnað Tottenham en skipti um skoðun og kom á láni frá Bayern München á gluggadeginum.

Umræða er um að Tel sé kominn til félags sem hann hafi ekki sérstaklega mikinn áhuga á að vera hjá. Postecoglou vísar þessari umræðu til föðurhúsanna.

„Fólk verður að gera sér grein fyrir því að við erum að tala um 19 ára einstakling sem þurfti að taka risastóra ákvörðun fyrir feril sinn. Hann hafnaði okkur ekki, hann vildi bara vera ánægður með ákvörðun sína. Hann vildi ekki láta ýta sér í ákveðna átt og ég ber virðingu fyrir því," segir Postecoglou.

„Ég ræddi við hann og samræður okkar voru bara um fótboltann. Ég tel að hann sé kominn á mjög góðan stað, hann mun fá tækifæri hérna. Ég tel að leikstíll okkar henti honum en ég tel að hann hafi gert rétt með því að taka tíma í að taka ákvörðun."

„Ég er meira en 100% viss um að hann vilji vera hérna. Samskiptin við hann gerðu mig vissan um að við séum að fá leikmann með hárrétt hugarfar. Hann er mjög metnaðarfullur, með sjálfstraust og getur náð mjög langt."

Tottenham heimsækir Liverpool á Anfield á morgun í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Tottenham vann 1-0 sigur í fyrri viðureign liðanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner