Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 05. apríl 2021 14:45
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Elías Már og Kristófer Ingi skoruðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem heimsótti Cambuur í hollensku B-deildinni í dag.

Excelsior tók forystuna tvívegis í leiknum og leiddi leikinn allt þar til á 63. mínútu þegar heimamenn jöfnuðu.

Varnarleikur Excelsior fór algjörlega út um gluggann á lokakafla leiksins því heimamenn í Cambuur skoruðu fimm mörk á síðustu 20 mínútunum fyrir lokaflautið og stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar, lokatölur 7-2.

Hollendingarnir Robert Muhren og Ragnar Oratmangoen skoruðu öll mörkin sex, þeir gerðu sitthvora þrennuna.

Elías Már gerði annað mark Excelsior í leiknum. Excelsior er svo gott sem búið að missa af umspilsbaráttunni. Cambuur trónir á toppi deildarinnar með níu stiga forystu.

Cambuur 7 - 2 Excelsior
0-1 J. Zwarts ('6)
1-1 J. Antonia ('14)
1-2 Elías Már Ómarsson ('52)
2-2 R. Muhren ('63)
3-2 R. Oratmangoen ('71)
4-2 R. Muhren ('76)
5-2 R. Oratmangoen ('84)
6-2 R. Muhren ('87)
7-2 R. Oratmangoen ('90)

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn af bekknum er Jong PSV tók á móti Maastricht. Staðan var 1-1 þegar Kristófer Ingi kom inn á 69. mínútu.

Tíu mínútum eftir innkomuna tóku heimamenn í Eindhoven forystuna. Hart var barist undir lokin og var það Kristófer Ingi sem tryggði sigur sinna manna í uppbótartíma.

Jong PSV hefur verið að gera góða hluti síðustu vikur. Kristófer Ingi hefur verið iðinn við markaskorun þrátt fyrir að fá aðeins að spila síðustu mínútur hvers leiks.

Þá kom Kristian Nökkvi Hlynsson við sögu í sínum fjórða leik með Jong Ajax, sem gerði 1-1 jafntefli við Helmond.

Jong PSV 3 - 1 Maastricht
1-0 J. Piroe ('10)
1-1 J. Mickels ('56)
2-1 S. Sambo ('79)
3-1 Kristófer Ingi Kristinsson ('92)

Helmond 1 - 1 Jong Ajax
1-0 A. van Keilegom ('55)
1-1 N. Unuvar ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner