Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. apríl 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raiola og Alf-Inge vilja 20 milljónir hvor
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fótboltinn er í fullu fjöri í páskafríinu og er slúðrið á sínum stað. Í pakka dagsins er slúðrað um Neymar, Kylian Mbappe, Erling Braut Haaland og Lionel Messi meðal annars.


Neymar, 29, er búinn að semja munnlega við PSG um samning sem gildir út sumarið 2026. PSG er að vinna í svipuðum samningi við Kylian Mbappe, 22. (Telefoot)

Erling Braut Haaland, sóknarmaður Borussia Dortmund, kostar 40 milljónum evra meira talið var. Mino Raiola og Alf-Inge Haaland, umboðsmaður og faðir, vilja 20 milljónir hvor fyrir skiptin. (RAC1)

Haaland verður falur fyrir 75 milljónir evra næsta sumar vegna söluákvæðis. Hann gæti þó verið seldur í sumar en Dortmund er talið vilja 150 milljónir. (Sun)

Haaland hefur verið orðaður við Barcelona undanfarna daga. Ronald Koeman, þjálfari Barca, segir að Joan Laporta, forseti félagsins, ákveði hverjir koma og hverjir fara. (AS)

Lionel Messi á enn eftir að ákveða sig hvort hann vilji vera áfram hjá Barcelona eða skipta yfir til PSG í Frakklandi eða Manchester City á Englandi. (Mundo Deportivo)

Angel Di Maria segist vera mikið til í að spila með samlanda sínum Messi hjá PSG. (beIN Sports)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vonast til að krækja í miðjumanninn Callum McGregor, 27, frá sínu fyrrum félagi, Celtic. (Sun)

David Moyes, stjóri West Ham, segir að félagið mun hlusta á tilboð í miðjumennina öflugu Declan Rice, 22, og Tomas Soucek, 26, í sumar. (Mirror)

Manchester United og Juventus hafa sýnt Ousmane Dembele áhuga og eru Liverpool og PSG einnig að fylgjast með franska kantmanninum. (Mundo Deportivo)

Thomas Tuchel sendi Antonio Rüdiger fyrr heim af æfingu eftir rifrildi við Kepa Arrizabalaga. Þetta var fyrsta æfing Chelsea eftir 5-2 tap gegn West Brom. (Telegraph)

Lucas Vazquez, 29, verður samningslaus í sumar og eru mörg stórlið á höttunum eftir honum. Lucas getur búist við samningstilboðum frá Man Utd, Chelsea, AC Milan og FC Bayern. (ABC)

Juventus mun líklega ekki borga þær 10 milljónir evra sem þarf til að tryggja sér þjónustu Alvaro Morata, 28, í eitt tímabil í viðbót að láni frá Atletico Madrid. Morata hefur verið flottur hjá Juve en félagið getur ekki leyft sér að halda honum. (AS)

Yerry Mina, 26 ára miðvörður Everton og kólumbíska landsliðsins, vill skipta yfir í ítalska boltann í sumar. Inter og Fiorentina hafa bæði áhuga á miðverðinum hávaxna. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær segir að Sergio Agüero mun ekki ganga í raðir Man Utd í sumar. (Goal)

Arsenal mun eiga í erfiðleikum með að landa norska miðjumanninum Martin Ödegaard. Norðmaðurinn er eftirsóttur af þremur öðrum úrvalsdeildarfélögum og Frakklandsmeisturum PSG. (90min)

Club Brugge er búið að bjóða í Toby Alderweireld, 32 ára miðvörð Tottenham. Alderweireld er samningsbundinn Spurs til 2023. (Voetbal 24)

Patson Daka, 22 ára sóknarmaður RB Salzburg, skoraði þrennu á átta mínútum gegn Sturm Graz um helgina. Hann er að feta í fótspor Erling Haaland og er eftirsóttur af félögum á borð við Liverpool, Arsenal, Man Utd og Everton. (Star)

Áhugi Liverpool og Man Utd á miðverðinum Nikola Milenkovic hefur kólnað eftir slaka frammistöðu með serbneska landsliðinu. Milenkovic er 23 ára miðvörður Fiorentina. (Corriere Fiorentina)
Athugasemdir
banner
banner