Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. apríl 2021 17:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stórkostleg tölfræði Patriks í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Getty Images
Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið á láni í dönsku B-deildinni frá Brentford í vetur.

Fyrir áramót var Patrik hjá Viborg og skildi við liðið í toppsæti deildarinnar. Um áramótin var svo greint frá því að Patrik yrði hjá Silkeborg seinni hluta tímabilsins.

Patrik hefur haldið hreinu í sex af sjö leikjum Silkeborg í deildinni. Allir leikirnir hafa unnist og er liðið í góðri stöðu í baráttunni um annað af sætunum sem veitir sæti í efstu deild.

Hjá Viborg var hann í sigurliði átta sinnum og fjórum sinnum gerði liðið jafntefli. Fjórum sinnum hélt Patrik hreinu.

Hann hefur því ekki tapað deildarleik í vetur, haldið tíu sinnum hreinu og unnið fimmtán leiki og einungis fengið á sig tíu mörk í alls nítján leikjum.

Fréttaritari spurði Patrik út í gengið með Silkeborg á fréttamannafundi í Ungverjalandi.

Út á við virkar eins og allt hafi gegnið upp, upplifir þú það þannig líka?

„Já, algjörlega. Það hefur gengið virkilega vel. Ég hef tengt strax vel við varnarmennina og náð að loka fyrir markið. Þeir fengu aðeins of mörg mörk á sig fyrir áramót og ég sagði strax við þjálarann að ég væri persónulega til að fækka mörkunum. Þeir fengu líka annan varnarmann og við tveir höfum tekið varnarleikinn upp á annað 'level'."

Kemur til greina að vera áfram hjá Silkeborg ef staðan á markvarðarstöðu Brentford breytist ekki? Leika þá í efstu deild með Silkeborg ef liðið fer upp?

„Já, það er alveg option. Það er spennandi skref myndi ég segja. Það væri virkilega flott að fá að spreyta sig í Superligunni. Það kæmi klárlega til greina," sagði Patrik

Sjá einnig:
Patrik: Verð að vera klár þegar David verður seldur (20. nóv '20)
Allt gengið upp hjá Silkeborg - „Kemur klárlega til greina að vera áfram"


Athugasemdir
banner