Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. maí 2021 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Tæpt hjá Val - Öruggt hjá Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum kvöldsins var að ljúka þar sem Valur og Selfoss náðu sér í þrjú stig í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Valur tók á móti Stjörnunni og komst yfir snemma leiks þegar Ída Marín Hermannsdóttir skoraði eftir hornspyrnu.

Valsstúlkur byrjuðu betur en Garðbæingar unnu sig vel inn í leikinn og var staðan 1-0 í leikhlé. Valur tvöfaldaði þó forystuna eftir fimm mínútur af síðari hálfleik þegar Anna Rakel Pétursdóttir komst inn í afleita sendingu úr vörninni og skoraði viðstöðulaust.

Val tókst ekki að bæta þriðja markinu við þrátt fyrir góð færi en Stjörnustúlkur tóku við sér á lokakaflanum og minnkaði hin efnilega Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir muninn eftir frábært einstaklingsframtak.

Stjarnan fékk nokkur færi á lokakaflanum en tókst ekki að jafna og lokatölur urðu því 2-1 fyrir Val.

Sjáðu textalýsinguna

Valur 2 - 1 Stjarnan
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('17)
2-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('56)
2-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('76)

Selfoss heimsótti þá nýliða Keflavíkur og stjórnaði gangi mála frá fyrstu mínútu.

Brenna Lovera tók forystuna fyrir Selfoss undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur. Það var misskilningur í vörninni hjá Keflavík og nýtti Brenna sér það til að skora.

Selfoss hélt áfram að sækja og átti Anna María Friðgeirsdóttir aukaspyrnu af löngu færi sem fór í slá áður en Brenna tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu.

Hólmfríður gerði svo þriðja markið undir lokin eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Sannfærandi sigur Selfyssinga í fyrstu umferð.

Sjáðu textalýsinguna

Keflavík 0 - 3 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('45)
0-2 Brenna Lovera ('66, víti)
0-3 Hólmfríður Magnúsdóttir ('81)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner