
„Þetta er draumadráttur. Þetta var líklegasti drátturinn, við eigum þá í deildinni á mánudeginum á undan. Það er ansi oft sem þetta dregst saman. Þetta ætti að henta okkur," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem mætir Stjörnunni í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Fylkismenn fóru heldur betur torstótta leið í 16-liða úrslitin. Eftir að hafa verið 0-2 undir á 85. mínútu, unnu þeir Njarðvíkinga 3-2 með tveimur mörkum í uppbótartíma.
Fylkismenn fóru heldur betur torstótta leið í 16-liða úrslitin. Eftir að hafa verið 0-2 undir á 85. mínútu, unnu þeir Njarðvíkinga 3-2 með tveimur mörkum í uppbótartíma.
„Svona getur bikarinn verið. Þegar þú nærð ekki að koma inn marki þá verður leikurinn erfiðari og erfiðari og við buðum þeim í ansi góðan dans, með því að gefa ódýr mörk. Við vorum heppnir að þeir skoruðu ekki þriðja markið.
„Um leið og við náðum að brjóta þá og skoruðum fyrsta markið þá kom kraftur í okkur og það dugði til að klára leikinn. Ég hefði viljað fá þann kraft miklu miklu fyrr," sagði Ásmundur aðspurður út í leikinn gegn Njarðvík.
Fylkir mætir ÍA á sunnudaginn upp á Skaga í 7. umferð Pepsi-deildarinnar. Ásmundur segir þann leik geta orðið erfiðan.
„Það verða væntanlega einhverjar breytingar á liðinu. Menn voru ekki alveg að nýta tækifærið sitt nægilega vel. Við skoðum það hvernig við röðum saman liðinu," sagði Ásmundur.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir