Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reynir Leós: Besti leikur ÍA í einhver 13 ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Reynir Leósson var mjög ánægður með því sem hann sá frá ÍA í 4-1 sigrinum gegn Val á föstudagskvöld.

Reynir sagði í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport að þetta hefði verið besti leikur ÍA í háa herrans tíð.

„Ég er búinn að horfa á allmarga leiki hjá Skagaliðinu í gegnum tíðina og ég held að þetta sé besti leikurinn þeirra í tíu, tólf, þrettán ár - eitthvað svoleiðis," sagði Reynir.

„Ég hef ekki séð svona góða frammistöðu, þá sérstaklega sóknarlega, hjá Akranesliði í rosalega langan tíma. Einhvern veginn fannst mér hlutirnir algerlega smella í þessum leik."

ÍA lék á als oddi á Hlíðarenda og vann sanngjarnan sigur. Hér að neðan má hlusta á umræðu úr útvarpsþættinum frá því í gær um leikinn.
Íslenski boltinn - Valsskellur gegn ÍA, gluggavikan og nýtt útlit landsliðsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner