Kwame Quee er ekki í leikmannahópi Víkings í kvöld og er það vegna veikinda. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Smára Jökul Jónsson á Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn ÍA.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má fylgjast með honum í beinni textalýsingu.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og má fylgjast með honum í beinni textalýsingu.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Inn í liðið kemur Helgi Guðjónsson. Arnar segir þá að þeir Kristall Máni Ingason og Logi Tómasson hafi losnað úr sóttkví í hádeginu og eru þeir í leikmannahópnum í dag. Báðir byrja þeir á bekknum.
Helgi skoraði eina mark Víkings í fyrri leik þessara liða fyrr á tímabilinu.
Sjá einnig:
Tveir leikmenn Víkings komnir í sóttkví
Athugasemdir