Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 05. júlí 2022 22:39
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Þetta var sanngjarnt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær og þetta var mjög ljúft. Stoltur af strákunum þó að fyrri hálfleikur hafi ekki verið neitt sérstakur. Við svörðum markinu í byrjun og það var vel gert. Í seinni hálfleik verðskulduðum við að vinna leikinn. Heilt yfir var þetta sanngjarnt." Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigur sinna manna 2-1 gegn Kórdrengjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

LIðin mættust einnig í bikarnum fyrir stuttu og var þá niðurstaðan á hinn veginn. Magnús Már var ánægður að bæta upp fyrir bikartapið.

„Ég er ánægður en þetta er nýr fótboltaleikur og ný vika. Við vorum svekktir eftir bikarleikinn. Við vildum fá meira út úr honum en ég er ánægður með strákana þetta var frábært hvernig við stjórnuðum leiknum í lokin og héldum boltanum vel."

Afturelding er á góðu skriði eftir erfiða byrjun og hóta því nú að blanda sér í toppbaráttuna.

„ Við spiluðum vel í byrjun líka en þá vantaði mörkin en núna eru þau að koma og það skilar sér í fleiri stigum. Spilamennskan hefur verið góð í sumar og núna erum víð á uppleið. Við verðum betri með hverri viku. Ég er spenntur fyrir framhaldinu og auðvitað er mun skemmtilegra að vinna fótboltaleiki."

Viðtalið er í heild sinn hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner