Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 05. ágúst 2020 13:58
Elvar Geir Magnússon
Esbjerg vill fá Andra Rúnar - Óli horfir til fleiri Íslendinga
Andri Rúnar á fimm landsleiki fyrir Ísland.
Andri Rúnar á fimm landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson hefur áhuga á að fá sóknarmanninn Andra Rúnar Bjarnason til Esbjerg frá Kaiserslautern í Þýskalandi samkvæmt tíðindum frá Danmörku.

Andri lék tíu leiki með Kaiserslautern í þýsku C-deildinni á liðnu tímabili en náði ekki að koma sér á blað. Hann missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Andra gekk mjög vel hjá Helsingborg í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum en hefur ekki náð sama takti í þýska boltanum.

Ólafur Kristjánsson tók nýlega við stjórnartaumunum hjá Esbjerg en liðið féll á síðasta tímabili úr dönsku úrvalsdeildinni og er stefnan sett rakleiðis aftur upp.

Sagt er að Ólafur sé að horfa til íslenskra leikmanna til að styrkja hópinn hjá sér.


Athugasemdir
banner