Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mið 05. ágúst 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Markahæsti leikmaður Brentford laus fyrir átján milljónir punda
Ollie Watkins, framherji Brentford, er falur fyrir átján milljónir punda eftir tap liðsins gegn Fulham í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 24 ára gamli Watkins var með klásúlu í samningi sínum um að hann megi fara á átján milljónir punda ef liðið myndi ekki fara upp í ensku úrvalsdeildina.

Crystal Palace og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt Watkins áhuga.

Watkins skoraði 25 mörk í 46 leikjum í Championship deildinni á tímabilinu.

Hann myndaði eitraða sóknarlínu með Said Benrahma og Bryan Mbeumo en samtals skoruðu þeir 59 mörk á tímabilinu. Benrahma hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner