Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 05. ágúst 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hversu gaman er heima hjá honum?"
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Jonathan Hendrickx spilaði sinn síðasta leik fyrir KA fyrr í þessari viku er liðið vann 2-1 sigur gegn Keflavík.

Enn og aftur er talað um að heimþrá sé ástæða þess að hann hverfi af landinu.

„Hversu gaman er heima hjá honum?" spurði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

„Hann er örugglega með 'man cave' heima hjá sér þar sem hann er með pílu og poolborð, mögulega þythokkí. Svo held ég að hann fái brjálæðislega mikið leið á þessu og þá kemur hann til Íslands. Svo langar honum í þythokki og fer þá heim," sagði Tómas og bætti við:

„Nennið þið samt að hætta að kaupa hann núna? Er þetta ekki komið gott?"

KA hefur þegar fengið til sín mann í stað Hendrickx en danski bakvörðurinn Mark Gundelach var kynntur í gær.

Sjá einnig:
Atli Viðar um Hendrickx: Held að KA-menn gráti ekki mikið
Innkastið - Sjokkerandi FH-ingar og Hlíðarendahlátur
Athugasemdir
banner
banner