Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 05. ágúst 2022 22:36
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Njarðvík tapaði annan leikinn í röð - Sigurmark í blálokin
Reynir Sandgerði vann óvæntan sigur á toppliðinu
Reynir Sandgerði vann óvæntan sigur á toppliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Reynir S. 1 - 0 Njarðvík
1-0 Akil Rondel Dexter De Freitas ('90 )

Reynir Sandgerði vann óvæntan, 1-0, sigur á Njarðvík í 2. deild karla í kvöld en sigurmark leiksins kom í blálokin. Þetta er annað tap Njarðvíkur í röð.

Njarðvík tapaði fyrir Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð, 3-1, en það var fyrsta tap liðsins í deildinni í sumar.

Liðið beið svo lægri hlut fyrir Reyni í kvöld en Akil Rondel Dexter De Freitas gerði sigurmarkið undir lok leiks.

Reynismenn hafa verið við botninn í allt sumar en þessi sigur er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið sem er í 11. sæti með 10 stig á meðan Njarðvík er áfram á toppnum með 37 stig, átta stigum á undan Þrótti sem er í öðru sætinu og á leik til góða.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner