banner
   fös 05. ágúst 2022 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern valtaði yfir Frankfurt - Mané kominn á blað í deildinni
Sadio Mané gerði fyrsta deildarmark sitt fyrir Bayern
Sadio Mané gerði fyrsta deildarmark sitt fyrir Bayern
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 1 - 6 Bayern
0-1 Joshua Kimmich ('5 )
0-2 Benjamin Pavard ('10 )
0-3 Sadio Mane ('29 )
0-4 Jamal Musiala ('35 )
0-5 Serge Gnabry ('43 )
1-5 Randal Kolo Muani ('64 )
1-6 Jamal Musiala ('83 )

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu fyrsta leik tímabilsins í kvöld og það með miklum tilþrifum en liðið skoraði sex mörk gegn einu marki Eintracht Frankfurt á Deutsche Bank Park.

Það tók Joshua Kimmich einungis tæpar fimm mínútur að gera fyrsta mark leiksins og var það sérstaklega fallegt. Hann tók aukaspyrnu af löngu færi og hafnaði boltinn í netinu.

Benjamin Pavard gerði annað markið fimm mínútum síðar og þá skoraði senegalski sóknarmaðurinn Sadio Mané fyrsta deildarmark sitt fyrir liðið á 29. mínútu.

Jamal Musiala og Serge Gnabry bættu við tveimur mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Randal Kolo Muani minnkaði muninn á 64. mínútu svo áður en Musiala gerði annað mark sitt í leiknum og síðasta mark Bayern í leiknum, sjö mínútum fyrir leikslok.

Stórsigur Bayern staðreynd. Það virðist engin þörf á Robert Lewandowski, sem hefur verið þeirra helsti markaskorari síðustu átta ár, en hann hélt til Barcelona í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner