Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 05. ágúst 2023 16:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Jökull: Einhverjir eftir í eyjum en aðrir kíkja á Al-Mazrah og Ashika
Jökull Elísabetarson í eyjum í dag.
Jökull Elísabetarson í eyjum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við erum mjög ánægðir með sigurinn og að mörgu leiti ánægðir með leikinn," sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 0 - 2 sigur á ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Stjarnan

„Það var ekkert mikið um opin færi enda erfitt að spila á þessum velli og erfitt að koma hingað. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik. Þeir hafa tekið megnið af sínum stigum hér svo þetta var mjög sterkur sigur og margt mjög gott."

Joey Gibbs kom inná sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stjörnuna í 11. leik fyrir félagið.

„Hann hefur verið í minna hlutverki en hann vill og er vanur, en ég held það hafi bara verið tímaspursmál hvenær hann kæmi inn og næði að hafa alvöru áhrif. Ég er ánægður að það hafi verið í dag."

Stjarnan hefur verið í umræðunni fyrir árangur á útivelli, hvað gefur svona sigur á útivelli fyrir þá. „Það breytir engu fyrir það, við gefum ofboðslega lítið fyrir þessa umræðu. Við hugsum ekki þannig, við hugsum ekki um hvort það er útivöllur eða heimavöllur og erum alltaf að reyna að gera það sem við leggjum áherslu á. Það breytir engu á hvaða velli það er. Við vissum að það myndu detta innn stig á útivelli, menn eru bara ánægðir með sigurinn og heilt yfir gott að halda hreinu og skora mörk. Margir munu fagna þessu vel í dalnum í kvöld og aðrir heima."

Mjög margir Stjörnumenn voru mættir til eyja. „Það var geggjað að ná alvöru fögnuði með stuðningsmönnunum. Þeir eru ótrúlegir, ótrúlega margir og háværir. Það var ótrúlega mikill stuðniningur og við erum þakklátir. Það er verðmætt," sagði Jökull en verður Stjörnuliðið eftir í eyjum í kvöld?

„Það verða einhverjir eftir en við hinir sem förum heim kíkjum bara á Al-Mazrah og Ashika," sagði Jökull og vísaði þar í Call of Duty tölvuleikinn. „Maður er alltaf að rótera aðeins, það eru AR og SMG," sagði Jökull léttur að lokum og sagði að uppáhalds þjóðhátíðarlagið hans væri 'Þar sem hjartað slær'.


Athugasemdir
banner