Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 05. ágúst 2024 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mbl.is 
Óskar sló leikjametið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Örn Hauksson er leikjahæsti leikmaður í sögu deildarkeppninnar á Íslandi eftir að hann kom inn á sem varamaður þegar Víkingur lagði FH í Bestu deildinni í kvöld. Víðir Sigurðsson hjá Mbl vakti athygli á þessu í kvöld.


Þetta var annar leikur hans á tímabilinu en hann hefur spilað 440 leiki í deildarkeppni á Íslandi. Hann bætti met markvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar sem spilaði 439 leiki á sínum tíma.

Óskar var ráðinn sem styrktarþjálfari Víkings í vetur en eins og fyrr segir hefur nú spilað tvo leiki með liðinu.

Hann er uppalinn Njarðvíkingur en lék lengst af með KR. Hann hefur einnig leikið með Grindavík og Stjörnunni. Hann lék 296 leiki með KR, 68 með Grindavík og 25 með Stjörnunni ásamt þessum tveimur með Víkingi til þessa.


Athugasemdir
banner
banner