Scott McTominay hefur verið orðaður við Fulham seinustu daga en Fulham hafa boðið tvsivar í skotann án árangurs.
Seinasta tilboðið var upp á 20 milljónir punda sem Manchester United hafnaði en United eru sagðir meta McTominay á rúmar 25 milljónir punda.
Samtalið milli félaganna er í gangi en United eru ekki til í að selja hann á minna en það sem þeir meta hann á, 25 milljónir punda.
Fulham eru að leita sér af djúpum miðjumanni en þeir seldu Palhinha til Bayern Munchen í sumar og hafa ekki fundið arftaka hans. Fulham hafa einnig verið orðaðir við brasilíska miðjumanninn Andre sem spilar fyrir Fluminense í heimalandinu.
McTominay hefur leikið 252 leiki fyrir Manchester United og skorað í þeim 29 mörk í öllum keppnum. Hann er einnig lykilleikmaður í skoska landsliðinu og hefur leikið 52 leiki fyrir þjóð sína og skorað í þeim 9 mörk.