lau 05. september 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling: Vorum heppnir í lokin
Icelandair
Sterling á landsliðsæfingu.
Sterling á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt en við komumst í gegnum þetta," sagði Raheem Sterling, hetja Englands, eftir sigur á Íslandi í Þjóðadeildinni.

England vann 1-0 og skoraði Sterling sigurmarkið úr vítapsyrnu í uppbótartíma. Ísland fékk vítaspyrnu í sókninni á eftir en Birkir Bjarnason skaut yfir markið.

„Við vissum að þetta yrði erfitt og við vissum að við þyrftum að grafa djúpt, en við héldum bara áfram að spila okkar fótbolta," sagði Sterling í samtali við Sky Sports.

„Við fengum vítaspyrnu en við hefðum ekki átt að fá á okkur vítaspyrnuna svo. Við vorum heppnir í lokin."

„Framtíðin er björt og við verðum að halda áfram að vaxa sem lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner