Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 05. september 2022 17:48
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hver verður ráðinn yfirmaður fótboltamála?
Jörundur Áki Sveinsson er orðaður við stöðuna.
Jörundur Áki Sveinsson er orðaður við stöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tíu daga rennur út umsóknarfrestur varðandi stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ en rætt var um líklega kandídata í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Einhverjir hafa sett spurningamerki að krafan sé sú að vera með UEFA Pro gráðu en Elvar Geir Magnússon skoðaði hver ástæðan væri fyrir þeirri kröfu.

„Síðast var krafan UEFA A en núna UEFA Pro. Ástæðan er víst sú að FIFA gerir ráð fyrir því að þeir sem gegni þessari stöðu séu með æðstu gráðu sem kennd er í landinu. Það er tiltölulega nýbyrjað að kenna UEFA Pro gráðuna hér á landi," segir Elvar.

„Það er búið að bæta við kröfurnar að viðkomandi hafi 'víðtæka reynslu af þjálfun á öllum stigum'. Það eru einhverjar samsæriskenningar um að KSÍ sé búið að munstra Jörund Áka Sveinsson í þetta djobb, með þessari setningu. Hann hefur náttúrulega þjálfað stelpur, stráka, konur og karla upp alla flokka."

Jörundur starfar við þjálfun í yngri landsliðum Íslands og kjaftasögur um að KSÍ leitist eftir innanhússráðningu.

„Það er ekkert KSÍ legra en að gera þetta svona. Hvort sem það er gott eða slæmt, ég veit það ekki. Þetta er allavega mjög KSÍ legt," segir Orri Freyr Rúnarsson og Elvar bætir við:

„Jörundur Áki er toppmaður og fagmaður, ég veit ekkert um það hvort hann hafi sótt um starfið. Þetta er allavega slúðursagan sem er í gangi."

„Fyrir mjög marga á Íslandi er þessi staða mjög spennandi, að vera yfirmaður knattspyrnumála í landinu," segir Orri.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR hefur verið í umræðunni en í þættinum er einnig Þorlákur Árnason þjálfari Þórs, Arnar Grétarsson þjálfari KA og Ólafur Kristjánsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki nefndir í umræðu um starfið.
Útvarpsþátturinn - Gósentíð í íslenska og enska
Athugasemdir
banner
banner