Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. september 2022 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Semur við rússneskt félag og fær því ekki að spila fyrir Noreg
Mathias Normann
Mathias Normann
Mynd: Getty Images
Mathias Normann, leikmaður Rostov í Rússlandi, verður ekki valinn í norska landsliðið á næstunni eftir að leikmaðurinn tók þá ákvörðun að vera áfram í Rússlandi.

Normann er á mála hjá Rostov í Rússlandi en hann hefur komið fram og talað gegn innrás Rússa inn í Úkraínu.

Hann var á láni hjá Norwich City á síðustu leiktíð en snéri aftur til Rostov eftir tímabilið. Lecce fékk hann á láni í ágúst í þessum mánuði en félagið átti í erfiðleikum með að skrá hann í hópinn og var lánssamningnum rift tveimur dögum síðar.

Normann, sem hefur verið hluti af norska landsliðinu síðustu ár, hefur fundið sér nýtt lið í Rússlandi og mun spila fyrir Dynamo Moskvu og því hefur verið tekið ákvörðun um að velja hann ekki í landsliðið.

Þetta var sameiginleg ákvörðun Ståle Solbakken, þjálfara landsliðsins og sambandsins að Normann yrði ekki valinn á næstunni.

Normann á 12 leiki og 1 mark fyrir norska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner