Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barca þarf að losa Dembele til að fá Memphis
Hinn 26 ára gamli Memphis hefur skorað 58 sinnum í 143 leikjum hjá Lyon.
Hinn 26 ára gamli Memphis hefur skorað 58 sinnum í 143 leikjum hjá Lyon.
Mynd: Getty Images
Barcelona vill breyta til í leikmannahópnum sínum og hefur félagið mikinn áhuga á Eric Garcia, miðverði Manchester City, og Memphis Depay, framherja Lyon.

Ronald Koeman hefur sérstaklega miklar mætur á Memphis eftir að þeir störfuðu saman hjá hollenska landsliðinu.

Barca og Lyon eru búin að komast að samkomulagi um kaupverð á Memphis (25 milljónir evra) og hefur framherjinn samþykkt samningstilboð frá Barca. Vandamálið er að Börsungar geta ekki keypt hann án þess að selja Ousmane Dembele.

Sömu sögu er að segja af Eric Garcia, miðverði Man City sem er falur fyrir 15 milljónir. Barca getur ekki gengið frá kaupunum fyrr en Jean-Clair Todibo verður seldur.

Manchester United er í viðræðum við Barca um Dembele en Rauðu djöflarnir vilja aðeins fá hann lánaðan. Todibo virðist vera á leið til Fulham fyrir 18 milljónir evra.

L'Equipe segir að Lyon ætli ekki að stunda nein viðskipti á gluggadegi, hvorki til að selja Memphis né Houssem Aouar. Þetta stangast á við ummæli Juninho, yfirmanni knattspyrnumála hjá Lyon.

„Depay og Barcelona komust að samkomulagi fyrir nokkrum vikum, það er ekkert leyndarmál. Það er mögulegt að hann fari til Barca á morgun, en það er ekki víst. Hann er líklegastur til að yfirgefa félagið," sagði Juninho í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner