Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marcus Rashford: Lofa að við munum gera betur
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford var í byrjunarliði Manchester United sem tapaði illa á heimavelli gegn Tottenham í gær. Honum líður illa eftir tapið og bað stuðningsmenn afsökunar á Twitter.

Man Utd komst yfir snemma leiks en Tottenham sneri stöðunni við og fékk Anthony Martial rautt spjald í fyrri hálfleik. Eftir það var ekki aftur snúið og endaði Tottenham á að skora sex mörk í sögulegri niðurlægingu.

„Fyrst og fremst er ég stuðningsmaður United, þetta er félagið mitt. Ég er afar stoltur af því að klæðast þessari treyju en það eru engar afsakanir, þetta var einfaldlega ekki nógu gott. Ég vil biðja hvern einasta stuðningsmann sem horfði á þennan leik í dag innilegrar afsökunar," skrifaði Rashford.

„Þið eigið mikið betra skilið en þetta. Ég hefði haldið mig frá samfélagsmiðlum í kvöld en þið eigið skilið að heyra frá mér hvort sem gengur vel eða illa, það er enginn feluleikur.

„Mér líður ömurlega en ég lofa ykkur að við munum gera betur."



Athugasemdir
banner
banner
banner