Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 05. október 2020 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Okkur finnst við þekkja Thomas mjög vel nú þegar"
Thomas Partey, nýjasti leikmaður Arsenal.
Thomas Partey, nýjasti leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal gekk seint í kvöld frá kaupum á miðjumanninum Thomas Partey. Hann kemur frá Atletico Madrid á 50 milljónir evra.

Arsenal ákvað að greiða upp söluákvæðið í samningi hans eftir að Atletico neitaði að samþykkja lægra tilboð.

Partey, sem er frá Gana, hefur verið lykilmaður í sterku liði Atletico undanfarin þrjú ár og gæti skipt sköpum fyrir Arsenal í vetur. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er mjög ánægður að fá Partey.

„Við höfum horft á Thomas í dágóðan tíma og við erum hæstánægðir að bæta við leikmanni með svona mikil gæði í okkar leikmannahóp. Hann er orkumikill miðjumaður sem kemur inn með reynslu af því að spila í La Liga og í Meistaradeildinni," sagði Arteta við heimasíðu Arsenal.

„Hann er gáfaður fótboltamaður. Okkur hlakkar til að koma honum inn í okkar kerfi og okkur hlakkar til að sjá hann leggja sitt af mörkum í því sem við erum að byggja hjá félaginu."

Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, telur Partey hafa alla burði til þess að verða frábær leikmaður fyrir félagið.

„Thomas hefur alla burði til þess að verða toppleikmaður fyrir Arsenal. Hann er leiðtogi innan sem utan vallar og leikmaður, sem og manneskja, sem við viljum hafa hjá þessu félagi," sagði Edu við heimasíðu Arsenal.

„Okkur finnst við þekkja hann mjög vel nú þegar þar sem við höfum leikgreint hann mjög mikið að undanförnu."

Partey fá treyjunúmerið 18 hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner