Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 05. október 2020 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Thomas Partey að lenda á Englandi
Fabrizio Romano greinir frá því að Thomas Partey muni ganga í raðir Arsenal í dag.

Miðjumaðurinn öflugi er á leið í flug til London þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning.

Partey kemur frá Atletico Madrid og hefur Arsenal verið á höttunum eftir honum í meira en ár. Atletico neitar að selja hann fyrir minna heldur en söluákvæðið segir til um og kostar Partey því 50 milljónir evra.

Partey er 27 ára gamall landsliðsmaður Gana. Hann hefur skorað 10 mörk í 27 landsleikjum.

Lucas Torreira er þá búinn að standast læknisskoðun hjá Atletico og verður kynntur í dag. Hann kemur á lánssamningi frá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner