mið 05. október 2022 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Lopetegui rekinn frá Sevilla (Staðfest)
Julen Lopetegui
Julen Lopetegui
Mynd: EPA
Spænska félagið tilkynnti í kvöld þá ákvörðun að reka Julen Lopetegui, þjálfara liðsins, en þetta kom fram eftir 4-1 tap liðsins gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni.

Lopetegui tók við Sevilla fyrir þremur árum og gerði liðið að Evrópudeildarmeisturum á fyrsta tímabili.

Öll tímabilin hafnaði Sevilla í 4. sæti La Liga og komst í Meistaradeild Evrópu en byrjunin á þessu tímabili hefur verið vonbrigði.

Sevilla situr í 17. sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik en félagið var búið að ákveða það fyrir leikinn gegn Dortmund í kvöld að hann myndi taka poka sinn.

Það var svo tilkynnt eftir 4-1 tapið að hann væri farinn og mun argentínski þjálfarinn Jorge Sampaoli taka við stöðunni. Sampaoli gerir tveggja ára samning við Sevilla.

Sampaoli stýrði Sevilla tímabilið 2016-2017, en hann hefur einnig þjálfað landslið Argentínu og Síle ásamt því að hafa stýrt Marseille, Santos og Atletico Mineiro.


Athugasemdir
banner
banner
banner