Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. október 2022 11:25
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag segist ekki skynja neina óánægju hjá Ronaldo
Ronaldo á æfingu Manchester United í morgun.
Ronaldo á æfingu Manchester United í morgun.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var ónotaður varamaður í 6-3 tapi Manchester United gegn Manchester City um helgina.

„Þegar við vorum 4-0 eða 6-1 undir þá ákvað ég af virðingu að setja Ronaldo ekki inn. Það tengdist alls ekkert hans framtíð hjá félaginu," sagði Erik ten Hag, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag.

Framtíð Ronaldo heldur áfram að vera í umræðunni en ekkert gengur hjá portúgölsku stjörnunni.

„Ég skynja ekki óánægju hjá honum, hann æfir vel og virðist njóta þess að vera hér. Ekki misskilja mig, auðvitað er hann ekki ánægður með að hafa ekki spilað á sunnudag. En á æfingasvæðinu er hann ánægður. Auðvitað vill hann samt spila og er pirraður þegar hann gerir það ekki."

„Þetta er ekki félagið sem þú átt að vera í ef þú ert sáttur á bekknum. Cristiano er keppnismaður og vill spila en hann æfir vel, er í góðu skapi á æfingasvæðinu, er einbeittur og gerir sitt besta. Hann gerir það sem við förum fram á."

„Ég stilli upp því liði sem ég tel að sé sterkast. Ég kem af virðingu fram við alla leikmenn en þeir eru með ólíkan bakgrunn og ég kem fram við leikmenn til að ná því besta út úr þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner