Breiðablik fékk Zorya Luhansk í heimsókn frá Úkraínu í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í dag og tapaði leiknum 0-1 eftir að hafa sýnt hetjulega baráttu á Laugardalsvelli. Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks mætti í viðtal.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Zorya Luhansk
„Þetta var gríðarlega svekkjandi, mér fannst við miklu betri. Við fengum fullt af færum til að skora og klára þennan leik en boltinn vildi ekki inn, gríðarlega svekkjandi."
„Þegar við erum á okkar degi eins og í dag, þá getum við spilað við hvaða lið sem er, við þurfum að finna markaskóna aftur."
Hefur umræða síðustu daga um mögulega brottför Óskars haft áhrif á hópinn?
„Nei mér finnst ekki, frábærir karakterar í þessu liði og mikil samheldni. Þessi umræða truflar okkur ekki neitt. Það sem gerist í framtíðinni vitum við ekkert um. Ég held að Óskar sé búinn að svara öllum spurningum sem hægt er að svara."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir