Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
   sun 05. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Juventus mætir Milan í toppslag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru áhugaverðir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag þar sem má finna tvo stórleiki.

Fyrri stórleikurinn hefst eftir hádegi þegar Fiorentina fær Roma í heimsókn til Flórens, en seinni stórleikurinn fer fram í kvöld á Allianz Stadium þegar Juventus tekur á móti AC Milan í toppslag.

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina hafa farið mjög illa af stað í Serie A og eru aðeins komnir með þrjú stig eftir fimm fyrstu umferðir tímabilsins. Andstæðingar þeirra frá Róm hafa byrjað vel undir stjórn Gian Piero Gasperini og deila toppsætinu með þremur öðrum liðum sem eiga öll 12 stig.

Milan er eitt af liðunum sem deilir toppsæti með Rómverjum og heimsækja lærisveinar Massimiliano Allegri hans fyrrum félag, Juventus. Juve er eitt af tveimur taplausum liðum í ítölsku deildinni það sem af er tímabils, einu stigi á eftir toppliðunum.

Ítalíumeistarar Napoli eiga einnig heimaleik í dag gegn Genoa og mun Mikael Egill Ellertsson eflaust koma við sögu. Hann hefur byrjað fjóra af fimm deildarleikjum Genoa hingað til.

Udinese og Bologna eiga að lokum heimaleiki gegn Cagliari og Pisa.

Leikir dagsins
10:30 Udinese - Cagliari
13:00 Bologna - Pisa
13:00 Fiorentina - Roma
16:00 Napoli - Genoa
18:45 Juventus - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 5 4 0 1 9 3 +6 12
2 Napoli 5 4 0 1 10 5 +5 12
3 Roma 5 4 0 1 5 1 +4 12
4 Juventus 5 3 2 0 9 5 +4 11
5 Inter 5 3 0 2 13 7 +6 9
6 Atalanta 5 2 3 0 10 4 +6 9
7 Cremonese 5 2 3 0 6 4 +2 9
8 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
9 Como 5 2 2 1 6 4 +2 8
10 Bologna 5 2 1 2 5 5 0 7
11 Cagliari 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Udinese 5 2 1 2 5 8 -3 7
13 Lazio 5 2 0 3 7 4 +3 6
14 Parma 5 1 2 2 3 6 -3 5
15 Torino 5 1 1 3 2 10 -8 4
16 Fiorentina 5 0 3 2 3 6 -3 3
17 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
18 Pisa 5 0 2 3 3 6 -3 2
19 Genoa 5 0 2 3 2 7 -5 2
20 Lecce 5 0 2 3 4 10 -6 2
Athugasemdir
banner
banner
banner