Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fim 05. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Ótrúleg frammistaða á Nou Camp hjá 18 ára markverði
Ruslan Neshcheret, markvörður Dynamo Kiev, átti stórleik í 2-1 tapi gegn Barcelona í Meistaradeildinni á Nou Camp í gærkvöldi.

Hinn 18 ára gamli Ruslan varði 12 skot í leiknum sem er það þriðja mesta sem markvörður hefur varið í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.

Samkvæmt XG tölfræðinni hefði Ruslan átt að fá á sig 6,6 mörk í leiknum í gær.

Hann varði því oft úr mjög góðum færum hjá leikmönnum Barcelona.

Ruslan var hent í djúpu laugina í gær en þetta var fyrsti leikur hans í Meistaradeildinni á ferlinum.
Athugasemdir