Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. nóvember 2024 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Afþakkaði tilboð og hélt áfram hjá Blikum en í öðru starfi
'Á þessum tímapunkti langar mig aðeins að lifa eðlilegra lífi'
'Á þessum tímapunkti langar mig aðeins að lifa eðlilegra lífi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var aðstoðarþjálfari Halldórs Árnasonar. 'Ég endaði aðstoðarþjálfaraferilinn á besta mögulega máta'
Var aðstoðarþjálfari Halldórs Árnasonar. 'Ég endaði aðstoðarþjálfaraferilinn á besta mögulega máta'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn lagði skóna á hilluna og tekur við starfi Eyjólfs.
Arnór Sveinn lagði skóna á hilluna og tekur við starfi Eyjólfs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kom fyrst inn í þjálfarateymi Breiðabliks fyrir tímabilið 2023.
Kom fyrst inn í þjálfarateymi Breiðabliks fyrir tímabilið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék á árunum 2006-2016 sem atvinnumaður. Á árunum 2008-2012 kom hann við sögu í fimm leikjum með A-landsliðinu.
Lék á árunum 2006-2016 sem atvinnumaður. Á árunum 2008-2012 kom hann við sögu í fimm leikjum með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Eyjólfur Héðinsson var í síðasta mánuði kynntur sem nýr deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks. Þegar að Íslandsmótinu lauk fyrir rúmri viku síðan fór Eyjó því úr því að vera aðstoðarþjálfari liðsins í að vinna á skrifstofu félagsins. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari Halldórs Árnasonar, Arnór lagði skóna á hilluna núna í haust.

Fótbolti.net ræddi við Eyjó í dag og fór hann yfir aðdragandann að breytingunum.

„Staðan var þannig í sumar að mér bauðst annað starf um mitt sumar, annað starf í fótboltageiranum sem fól í sér meiri frítíma og aðeins meira frelsi. Þá fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér og var mjög spenntur fyrir því, en að sama skapi var ég fáránlega spenntur fyrir því að halda áfram í Breiðabliki með þetta geggjaða lið og frábæra umhverfi."

„Ég sagði félaginu strax frá boðinu sem ég hafði fengið, Blikarnir vildu halda mér í þjálfuninni en vildu samt sem áður allt fyrir mig gera og buðu mér þetta starf á skrifstofunni: rekstrarstjóri meistaraflokka og deildarstjóri afrekssviðs."

„Það er starf sem krefst þess ekki að þú þurfir að mæta á æfingu klukkan 11 á sunnudagsmorgni, það er meira frelsi, fastari og kannski eðlilegri vinnutími en er í þjálfuninni. Á þessum tímapunkti langar mig aðeins að lifa eðlilegra lífi, tvö lítil börn í fjölskyldunni og langar aðeins að geta farið upp í bústað um helgar og upplifað aðeins meira frelsi heldur en þjálfunin býður upp á."

„Ég tók því þessu starfsboði Blika fegins hendi, afþakkaði hitt, og er bara himinlifandi með það. Ég endaði aðstoðarþjálfaraferilinn á besta mögulega máta, geggjað að ná að landa titlinum og er núna kominn upp á skrifstofu og vil halda áfram þessu góða starfi sem hefur verið í Breiðabliki."


Það heyrðist skýrt á Eyjó að hann vildi ekki fara mikið út í hvert hitt starfið, sem honum bauðst um mitt sumar, hefði verið. Eyjó segir að um að starf innan Íslands hafi verið að ræða.

Mun öruggleglega þjálfa aftur í framtíðinni
En hvernig er að segja skilið við þjálfunina, í bili allavega, leitar hugurinn í að verða aðalþjálfari í framtíðinni?

„Ég á örugglega einhvern tímann eftir að þjálfa aftur, það er fáránlega gaman að þjálfa. Þetta var auðvitað geggjaður hópur og frábært teymi sem ég var hluti af, fyrst með Óskari og svo með Dóra sem aðalþjálfara. Rosalega lærdómsríkt umhverfi sem ég hef verið í síðustu tvö ár, lært fáránlega mikið og er kominn með góðan grunn í þjálfun. Ég á mjög líklega eftir að þjálfa eitthvað í framtíðinni og tel mig hafa töluvert fram að færa þar, en akkúrat á þessum tímapunkti þá held ég að kröftum mínum sé betur varið hérna á skrifstofunni, það eru hlutir hér sem mig langar að koma á framfæri og hjálpa til að gera Breiðablik að ennþá betra félagi."

Hefur lifað og hrærst í fótboltaheiminum frá blautu barnsbeini
Fréttamaður gafst ekki alveg upp á spurningum um hitt starfstilboðið, kom það upp út af einhverri menntun sem Eyjó er með? Hann segir svo ekki vera.

„Ég myndi halda að það sé út af drifkrafti og metnaði fyrir að gera góða hluti, langar að láta gott af mér leiða. Ég er ekki með neina rekstrargráðu eða viðskiptagráðu eða neitt svoleiðis. Þetta er mjög fótboltatengt málefni og ég hef lifað og hrærst í fótboltaheiminum nánast frá því að ég fæddist. Sú þekking vegur kannski upp á móti kunnáttuleysinu þegar kemur að gerð reikninga eða hvað svo sem starfið fæli í sér."

„Það er líka kostur að koma blautur á bakvið eyrun, ég er lærdómsfús og á vonandi eftir að læra hratt og vel á þetta nýja starf."


Veit hvað getur gefist vel
Sem leikmaður lék Eyjó með ÍR, Fylki, GAIS, SönderjyskE, Midtjylland og Stjörnunni. Varstu að spá í rekstri félaganna þegar þú varst úti að spila?

„Eftir því sem leið á ferilinn þá kom ég inn í frábærlega uppsett félög, öflugar akademíur, ákveðinn stigi fyrir leikmenn og þjálfara til þess að vinna sig upp og rekstrarumhverfið gekk frábærlega, var í liði sem var tíður gestur í Evrópukeppnum. Að upplifa það var kannski einhver hvati að því að feta þessa braut núna, ég þekki að einhverju leyti hvað getur gefist vel og vonandi náum við að gera gott enn betra hérna hjá Breiðabliki."

Fjölbreytt starf
Hvað felst í því að vera deildarstjóri meistaraflokka Breiðabliks?

„Það er allt mögulegt, ég er ennþá að koma mér alveg inn í það, er búinn að vera hér í rúma viku. Það er t.d. að plana æfingaferð í samráði við þjálfarana, plana ferðalög í Evrópuleiki, koma að einhverju leyti að samningagerð við leikmenn, heimaleikjaumgjörð; tengiliður við stuðningsmenn og gæslu á leikjum, samskipti við KSÍ hvað varðar leiktíma. Ég tek þetta starf þangað sem það fer með mig. Fyrstu dagana hef ég verið út um allt og líkar það mjög vel."

Ef að Breiðablik ætlar að kaupa leikmann, kemur þú að því?

„Ég veit ekki hversu mikið ég mun koma að því, en eflaust mun ég eitthvað koma þar að. Alfreð (Finnbogason) er líka nýr í sínu starfi, hann mun örugglega koma að því að einhverju leyti í samráði við stjórnina. Svo kem ég kannski inn á einhverjum stigum, þegar þarf að kvitta undir samninga eða eitthvað svoleiðis. Það ferli á eftir að koma betur í ljós," segir Eyjólfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner