Viktor Gyökeres er heitasti framherji Evrópu um þessar mundir en hann skoraði þrennu þegar Sporting fór illa með Man City í Meistaradeildinni í kvöld og vann 4-1.
Gyökeres hefur komið að sex mörkum í Meistaradeildinni, skorað fimm og lagt upp eitt, hann hefur skorað 23 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum.
Þá er hann annar Svíinn í sögu Meistaradeildarinnar sem skorar þrennu en aðeins Zlatan Ibrahimovic gerði það á undan Gyökeres.
„Það er alltaf gaman að skora og enn betra að skora þrennu. Það mikilvægasta var að vinna leikinn svo þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Við vissum að þeir myndu gefa okkur svæði og við gátum skorað fleiri mörk. Þeir hefðu líka getað það," sagði Gyökeres eftir leikinn í kvöld.
6 - Viktor Gyökeres has the most goals and assists combined of any player in the UEFA Champions League this season (5 goals, 1 assist), while he's only the second Swedish player to ever score a hat-trick in the competition, along with Zlatan Ibrahimovic. Impressive. pic.twitter.com/oAm0kcSi54
— OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2024