Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gyökeres fetaði í fótspor Zlatan Ibrahimovic
Mynd: EPA

Viktor Gyökeres er heitasti framherji Evrópu um þessar mundir en hann skoraði þrennu þegar Sporting fór illa með Man City í Meistaradeildinni í kvöld og vann 4-1.


Gyökeres hefur komið að sex mörkum í Meistaradeildinni, skorað fimm og lagt upp eitt, hann hefur skorað 23 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum.

Þá er hann annar Svíinn í sögu Meistaradeildarinnar sem skorar þrennu en aðeins Zlatan Ibrahimovic gerði það á undan Gyökeres.

„Það er alltaf gaman að skora og enn betra að skora þrennu. Það mikilvægasta var að vinna leikinn svo þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Við vissum að þeir myndu gefa okkur svæði og við gátum skorað fleiri mörk. Þeir hefðu líka getað það," sagði Gyökeres eftir leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner