Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. nóvember 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal
Powerade
Framtíð Enzo Fernandez er óljós.
Framtíð Enzo Fernandez er óljós.
Mynd: EPA
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: EPA
Stórlið hafa áhuga á Enzo Fernandez, Sænskur landsliðsmaður er efstur á óskalista Arsenal og Manchester United vill ungan leikmann Sporting. Hér er slúðurpakkinn.

Inter og Barcelona hafa áhuga á að fá Enzo Fernandez (23), miðjumann Chelsea og Argentínu, en framtíð hans á Stamford Bridge virðist sífellt óljósari. (Sun)

Arsenal er með Alexander Isak (25), framherja Newcastle, efstan á óskalista sínum. Newcastle myndi krefjast um 100 milljónir punda fyrir sænska landsliðsmanninn. (Teamtalk)

Manchester United hefur áhuga á Geovany Quenda (17), kantmanni Sporting en Manchester City, Liverpool og Juventus hafa einnig áhuga á portúgalska U21 landsliðsmanninum. (Teamtalk)

Erik ten Hag vildi ekki kaupa hollenska framherjann Joshua Zirkzee (23) frá Bologna í sumar og var reiður þegar leikmaðurinn, sem var keyptur á 36,5 milljónir punda, kom til Manchester United og var ekki í formi. (Sun)

Tottenham hefur áhuga á hollenska miðjumanninum Tijjani Reijnders (26) en telur sig ekki geta keypt hann frá AC Milan í janúar. (Football Insider)

Chelsea mun ekki íhuga að selja varnarmanninn Benoit Badiashile, (23) þar sem franski varnarmaðurinn er í langtímaáætlunum félagsins. (Fabrizio Romano)

Bayern München er að íhuga að fá Omar Marmoush (25) framherja Eintracht Frankfurt en Liverpool hefur einnig áhuga á egypska landsliðsmanninum. (Sky Þýskalandi)

Nottingham Forest vill fá Mathys Tel (19), kantmann Bayern München, á láni en franski U21 árs landsliðsmaðurinn hefur engin áform um að yfirgefa Bæjaraland í vetur. (Sky Þýskalandi)

Frank Lampard, fyrrverandi stjóri Chelsea og Everton, er óvænt orðaður við Roma ef ítalska félagið ákveður að láta hinn króatíska Ivan Juric fara. (Gazzetta dello Sport)

Tottenham ætlar virkja eins árs framlengingu á samningi Son Heung-min (32). (Telegraph)

Manchester United mun fá álit Rúben Amorim áður en teknar eru samningsákvarðanir með leikmenn sem nálgast lok samninga sinna. (ESPN)

Aston Villa er nálægt því að semja um nýjan samning við enska framherjann Morgan Rogers (22). (Football Insider)

Edu ætlar að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá þeim félögum sem Evangelos Marinakis eigandi Nottingham Forest á. (Times)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, mun ráða miklu um hvernig félagið leysir Edu af sem íþróttastjóra. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner