Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   þri 05. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Essien kláraði þjálfaragráðu UEFA
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn fyrrverandi Michael Essien, sem lék meðal annars fyrir Lyon, Chelsea, Real Madrid og AC Milan á frábærum ferli sem atvinnumaður í fótbolta, hefur lokið þjálfaragráðu UEFA.

Hann er því löggildur til að stýra hvaða félagsliði sem er, en hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá danska félaginu FC Nordsjælland í rúmlega fjögur ár.

Essien er 41 árs gamall og var goðsögn í landsliði Gana, en Nordsjælland er í nánu samstarfi við Right to Dream akademíuna frá Gana og því er félagið með afar sterka tengingu við Afríkuþjóðina.

Á undanförnum árum hefur Nordsjælland krækt í gríðarlega efnilega leikmenn frá Gana og selt þá áfram til stærri klúbba í Evrópu. Þar má til að mynda nefna Ibrahim Osman sem var seldur til Brighton, Ernest Nuamah sem er hjá Lyon og Mohammed Kudus sem er leikmaður West Ham í dag - auk Kamaldeen Sulemana hjá Southampton.

Þá hefur Nordsjælland einnig verið duglegt að krækja í öfluga leikmenn frá Fílabeinsströndinni og selja þá áfram, þar sem Simon Adingra leikmaður Brighton fer fremstur í flokki.


Athugasemdir
banner