Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sindri Snær í Keflavík næstu tvö árin
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sindri Snær Magnússon hefur skrifað undir samning við Keflavík til næstu tveggja ára.


Þessi 32 ára gamli miðjumaður er uppalinn í ÍR en gekk til liðs við Keflavík árið 2014 en hann gekk til liðs við ÍBV árið 2016 og lék einnig með ÍA áður en hann snéri aftur til Keflavíkur árið 2022. Hann hefur einnig leikið með Breiðabliki og Selfossi á ferlinum.

Hann hefur spilað rúmlega hundrað leiki fyrir Keflavík.

Hann lék 19 leiki í Lengjudeildinni í sumar þar sem liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Bestu deildinni en liðið tapaði í úrslitum umspilsins gegn Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner