Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. desember 2020 20:41
Victor Pálsson
Arteta: Tottenham verið betri en við
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að tímabil Tottenham hafi verið betra en hjá hans mönnum til þessa en liðin mætast á morgun.

Um er að ræða stórslag í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham er fyrir leikinn á toppnum en Arsenal er í 14. sæti.

Sjö stig skilja liðin að fyrir viðureignina sem fer fram á heimavelli Tottenham í London.

„Taflan lítur svona út því þeir hafa átt meira skilið en við og gert hlutina betur," sagði Arteta við blaðamenn.

„Í ákveðnum leikjum og á ákveðnum augnablikum hafa þeir náð í úrslit og við þurfum að sætta okkur við það. Við viljum þó fara þangað og sækja þrjú stig."

„Það er enn of snemmt að segja hver er að berjast um titilinn og hver ekki en það er hægt að segja að þeir seu í betri stöðu því þeir gera hlutina rétt."

Arsenal hefur ekki tekist að vinna í síðustu þremur deildarleikjum sínum en vann Rapid Vín í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Athugasemdir
banner
banner
banner