Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 12:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp setur Nat Phillips í sama flokk og Lewandowski
Mynd: Getty Images
Nat Phillips varnarmaður Liverpool þurfti að stíga upp á síðustu leiktíð þar sem liðið var í miklum meiðslavandræðum.

Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip voru allir meiddir og Nat Phillips og Rhys Williams spiluðu því mikið á síðustu leiktíð.

Nú hafa allir þrír snúið aftur og Liverpool nældi í Ibrahima Konate í sumar. Williams er því farinn á láni og Phillips aðeins komið við sögu sem varamaður í tveimur leikjum á þessu tímabili.

Klopp segir að hann gæti yfirgefið félagið í janúar en hann vill halda honum en hann bar hann saman við Lewandowski sem hann þjálfaði hjá Dortmund á sínum tíma.

„Fólk spyr mig oft hver hefur náð mestum framförum undir minni stjórn og þá segi ég Robert Lewnadowski. Það er örugglega rétt en Nat Phillips er ekki langt á eftir honum en á öðruvísi hátt."

„Ég man þegar ég sá Phillips fyrst. Ég talaði við hann eftir leik og hann er einn af gáfuðustu leikmönnum sem ég hef unnið með. Ég sagði við hann, "Þú veist að þú ert ekki mjög góður er það ekki?"

„Hann hefur bætt sig á öllum sviðum síðan þá. Hann er ekkert að spila núna, lífið getur stundum verið ósanngjarnt. Við getum ekki haldið honum að eilífu, það er ljóst en við þurftum á honum að halda í fyrra. Við sjáum til hvað gerist í glugganum," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner