mán 05. desember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Koma Kóreumenn á óvart gegn Brössum?
16-liða úrslit HM:
15:00 Japan - Króatía
19:00 Brasilía - Suður Kórea

Fyrri leikur dagsins í 16-liða úrslitum HM er viðureign Japana og Króata. Japanska liðið hefur þegar sigrað Þýskaland og Spán á mótinu en erfiðasta prófraun liðsins til þessa verður gegn kletthörðum Króötum.

Varnarmaðurinn Ko Itakura tekur út leikbann hjá Japan og líklegt að Takehiro Tomiyasu, leikmaður Arsenal, komi inn í byrjunarliðið.

Það má fastlega gera ráð fyrir því að Luka Modric og Dejan Lovren byrji báðir hjá Króatíu en ef þeir fá gult spjald í leiknum verða þeir í banni í 8-liða úrslitunum.

Líklegt byrjunarlið Japan: Gonda; Tomiyasu, Taniguchi, Yoshida; Ito; Morita, Tanaka, Nagatomo; Doan, Maeda, Kamada

Líklegt byrjunarlið Króatíu: Livakovic; Juranovic, Lovren, Gvardiol, Sosa; Kovacic, Brozovic, Modric; Kramaric, Livaja, Perisic

Neymar æfði með Brasilíu í gær og gæti komið við sögu í leik liðsins gegn Suður-Kóreu í kvöld. Brasilía verður hinsvegar án Gabriel Jesus og Alex Telles það sem eftir lifir móts.

Líklegt byrjunarlið Brasilíu: Alisson; Militao, Marquinhos, Silva, Danilo; Paqueta, Casemiro, Neymar; Raphinha, Richarlison, Vinicius Jr

Líklegt byrjunarlið Suður-Kóreu: Seung-gyu; Moon-hwan, Min-jae, Young-gwon, Jin-su; In-beom, Woo-young; Hee-chan, Kang-in, Heung-min; Gue-sung
HM hringborðið - Hey Jude og töframáttur Messi og Mbappe
Athugasemdir
banner
banner