Fjölmiðlar í Svíþjóð segja frá því í dag að Brynjar Björn Gunnarsson sé að missa starf sitt hjá Örgryte í Svíþjóð.
Aftonbladet segir frá því að Jeffrey Aubynn, sem hefur gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá stórliðinu Malmö, sé að taka við starfinu af Brynjari.
Aftonbladet segir frá því að Jeffrey Aubynn, sem hefur gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá stórliðinu Malmö, sé að taka við starfinu af Brynjari.
Brynjar Björnn, sem er fyrrum landsliðsmaður, hætti með HK í maí síðastliðnum til að taka við Örgryte, félagi sem hann spilaði fyrir sem leikmaður.
Liðið var á botni sænsku B-deildarinnar þegar hann tók við en hann skilaði liðinu upp í 13. sæti. Liðið fór því í umspil um að halda sæti sínu en þar tókst Örgryte að halda sæti sínu með því að vinna tveggja leikja einvígi gegn Sandviken.
Aftonbladet fjallar um það að stjórn Örgyte hafi ekki verið sérstaklega ánægð með frammistöðu liðsins eftir að Brynjar tók við.
Aubynn, sem spilaði með Örgryte frá 2001 til 2003, verður líklega kynntur sem nýr þjálfari liðsins í þessari viku.
Athugasemdir