Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 05. desember 2023 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fanney fékk mikla gæsahúð: Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fanney Inga Birkisdóttir spilaði sinn fyrsta A landsleik í dag þegar Ísland sigraði Danmörku í lokaleik Þjóðadeildarinnar.


Fanney átti frábæran leik í markinu en Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari lýsti hennar frammistöðu sem bestu frumraun leikmanns í sögunni. Fanney var til viðtals hjá Rúv eftir leikinn.

„Mér leið ótrúlega vel. Ég er með frábæra leikmenn fyrir framan mig og það var geggjað að 'slotta' inn í þetta, sérstaklega með svona mikið af fólki á vellinum," sagði Fanney Inga.

Fanney var með mikla gæsahúð fyrir leikinn.

„Ég fékk mjög mikla gæsahúð þegar ég var að syngja þjóðsönginn, það var sturluð tilfinning. Ég er búinn að vinna lengi að því að spila leik, extra gott að taka á móti stóra bróður og vinna leikinn," sagði Fanney Inga.

„Danirnir ætluðu að vera með einhverja svaka sýningu, byrjuðu á flugeldum svo komum við bara með flugeldana inn á völlinn og sylgdum þessu heim."


Athugasemdir
banner
banner
banner