Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   þri 05. desember 2023 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Skotlands í furðulegri stöðu
Pedro Martinez Losa, þjálfari Skotlands, ræðir við leikmenn sína.
Pedro Martinez Losa, þjálfari Skotlands, ræðir við leikmenn sína.
Mynd: EPA
Skoska landsliðið er í svolítið skrítinni stöðu fyrir leik sinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

England þarf að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á fyrsta sætinu í riðlinum. Á sama tíma þarf England að treysta á hagstæð úrslit í leik Belgíu og Hollands, en fyrir leiki kvöldsins er Holland á toppi riðilsins.

Með því að vinna riðilinn á England möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í París næsta sumar. En England mun keppa á Ólympíuleikunum undir hatti Bretlands, rétt eins og Skotland.

Ef kvennalandslið Englands kemst því á Ólympíuleikana, þá eiga leikmenn Skotlands möguleika á því að komast í liðið. Það hefur verið umræða um það í Skotlandi að það yrði best fyrir leikmenn liðsins að tapa leiknum í kvöld. Rachel Corsie, fyrirliði Skotlands, segir þessa umræðu vera móðgandi.

„Ég hef heyrt mikið af fólki tala um þetta og mér finnst þetta vera vanvirðing. Mér finnst algjör skandall að draga í efa heilindi leikmanna og mér finnst það mjög mikil móðgun gagnvart okkur," segir Corsie er ekki að fara í leik kvöldsins til að tapa á honum. Það er alveg á hreinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner