Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 05. desember 2023 19:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino um Ten Hag: Hann er frábær stjóri
Mynd: Getty Images

Mauricio Pochettino stjóri Chelsea hrósaði Erik ten Hag stjóra Manchester United í hástert í aðdraganda leik liðanna annað kvöld.


Ten Hag hefur verið undir mikilli pressu en liðið er í vondri stöðu á botni riðilsins í Meistaradeildinni og situr í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.

Pochettino var spurður að því hvort hann hefði einhver ráð fyrir kollega sinn.

„Nei, ég er þjálfari sem reynir að gera sem best með þjálfarateyminu mínu. Við getum ekki gefið kollegum mínum ráð. Þeir eru með reynslu, ég vil ekki ræða hvað er í gangi þarna eða annars staðar því það er ekki í mínum verkahring. Ég þarf að vera einbeittur því við þurfum að díla við ýmislegt og ég ber virðingu fyrir honum," sagði Pochettino.

„Hann er frábær þjálfari, ég man þegar ég var hjá Tottenham og spiluðum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Ajax. Allir voru að tala um Ajax og hann. Fyrir mér er hann frábær þjálfari og stjóri."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner